Fréttir


28.10.2022

Framkomnar athugasemdir við tillögum að strandsvæðisskipulagi Vestfjarða og Austfjarða

Í upphafi sumars samþykktu svæðisráð að auglýsa tillögur að strandsvæðisskipulagi fyrir Vestfirði og Austfirði. Kynningartími beggja tillagna stóð frá 15. júní - 15. september.

Skipulagstillögurnar ásamt fylgigögnum voru birtar hér á vefnum. Þá voru tillögurnar auglýstar í Bændablaðinu, Fréttablaðinu, Lögbirtingarblaðinu, Morgunblaðinu og á öðrum staðbundnum miðlum á Vestfjörðum og Austfjörðum sem og á vefjum aðliggjandi sveitarfélaga.

Þrír opnir kynningarfundnir voru haldnir á Vestfjörðum og tveir á Austfjörðum um sitthvora tillöguna í júní. Að auki var haldinn sameiginlegur kynningarfundur fyrir báðar tillögur í Reykjavík í ágúst og var fundinum streymt. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér.

Á kynningartímanum bárust 124 athugasemdir við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum og 97 athugasemdir við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Austfjörðum. Hægt er að nálgast framkomnar athugasemdir við skipulagstillögunum hér að neðan.

Svæðisráð beggja svæða vinna að úrvinnslu framkominna athugasemda og er gert ráð fyrir að viðbrögð við þeim liggi fyrir að liðnum 12 vikna úrvinnslutíma.


Athugasemdir við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum

Athugasemdir við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Austfjörðum