Fréttir


  • IMG-0186

31.3.2022

Upptaka af opnum fundi um undirbúning Skipulagsgáttar

Opinn fundur um undirbúning nýrrar Skipulagsgáttar fór fram í húsakynnum Skipulagsstofnunar fimmtudaginn 31. mars og var einnig streymt á netinu. Fundurinn var vel sóttur en samanlagður gestafjöldi var um 100 manns.

Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, setti fundinn, bauð gesti velkomna og rakti meginmarkmið Skipulagsgáttar og aðdraganda að undirbúningi hennar og nauðsynlegum lagabreytingum. Því næst fór Ólafur Árnason, forstöðumaður nýsköpunar og þróunar, yfir markmið og megináherslur Skipulagsgáttarinnar og vinnu við undirbúning hennar. 

Forhönnunarferli stendur nú yfir þar sem áhersla hefur verið lögð á samráð við helstu hagsmunaaðila og notendahópa. Áætlað er að forhönnun ljúki í apríl og í framhaldi taki við endanleg hönnun og uppsetning gáttarinnar. Stefnt er að því að gáttin opni þann 1. desember 2022. 

IMG-0190_1648740848432

Að lokinni kynningu Ólafs hélt Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, erindi þar sem hún fór yfir mikilvægi stafrænna innviða og lausna eins og Skipulagsgáttar fyrir sveitarfélög á landinu. Skipulagsgáttin verði jafnframt mikilvægur liður í að gera gögn um framsetningu skipulagsmála einfaldari og aðgengilegri fyrir alla. 

Fundarstjóri var Hrafnkell Á. Proppé og fóru fram líflegar umræður undir lok fundar.

Kynning á nýrri skipulagsgáttSkipulagsstofnun á Vimeo.

Afrit af kynningu á skipulagsgáttinni má nálgast hér