1.6.2015

Ákvæði um C-flokk framkvæmda taka gildi í dag

Vakin er athygli á að í dag taka gildi ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum sem snúa að framkvæmdum í flokki C. Í flokk C falla framkvæmdir sem lágu áður neðan viðmiðunarmarka laganna.    

Framkvæmdir í flokki C eru tilkynningarskyldar til sveitarstjórnar, sem tekur ákvörðun um hvort þær skuli háðar umhverfismati. Gert er ráð fyrir að sú umfjöllun geti fallið saman við hefðbundna yfirferð gagna vegna framkvæmda- og byggingarleyfisveitinga. Þær framkvæmdir í flokki C sem ekki eru háðar framkvæmda- eða byggingarleyfi sveitarstjórna skal tilkynna til Skipulagsstofnunar.

Greint er frá málsmeðferð varðandi framkvæmdir í flokki C í 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum.  Nánari skýringar verður að finna í endurskoðaðri reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og leiðbeiningum  sem verða birtar á næstu dögum.

 

 

Lög um mat á umhverfisáhrifum  

Eldri frétt um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum