Fréttir


20.7.2015

Framkvæmdir í flokki C – reglugerð og leiðbeiningar

Birt hefur verið ný reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr. 660/2015 og reglugerð nr.713/2015*. Auk almennrar endurskoðunar á eldri reglugerð, hefur nýja reglugerðin að geyma ákvæði um framkvæmdir í flokki C, en ákvæði lagabreytingar um flokk C tóku gildi í júní síðastliðnum. Í reglugerðinni eru þau nýmæli að sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar eða byggingarleyfi byggingarfulltrúa samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind er í flokki C í 1. viðauka, skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn skráir ákvörðun sína um matsskyldu framkvæmdar ásamt tilteknum upplýsingum í þar til gerða gagnagátt.

Jafnframt hafa nú verið birtar leiðbeiningar um málsmeðferð og gagnakröfur vegna framkvæmda sem tilgreindar eru í flokki C í lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Skráning ákvarðana um framkvæmdir í flokki C er hér á vef Skipulagsstofnunar en verið er að leggja lokahönd á vefsjá þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um þessar framkvæmdir.

Leiðbeiningar og eyðublöð  um framkvæmdir í flokki C má nálgast hér

Umhverfismat flokkur C -gagnagátt


* Ef pdf-skránni ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda.