Fréttir


7.10.2015

Nordic Built Cities skipulagssamkeppnin hefst í dag

Í dag var sett af stað skipulagssamkeppni á vegum Nordic Built Cities verkefnisins. Til umfjöllunar eru sex borgarsvæði á Norðurlöndunum, þar af eitt hér á landi, Kársnes í Kópavogi.

Þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að kynna sér keppnisgögn, setja saman teymi og hefjast handa við tillögugerð, hvort sem það er fyrir íslenska svæðið og/eða eitthvað af hinum svæðunum.

Allar upplýsingar má nálgast á vef Nordic Built Cities, http://nordicbuiltcities.org/thechallenge/

Einnig má nálgast upplýsingar um Kársnessvæðið á vef Kópavogsbæjar, http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/frettir-og-utgefid-efni/frettir/karsnes-i-althjodlegri-samkeppni


Samkeppni um hvert svæði

Um er að ræða samkeppni um skipulag sex svæða:

  • Kársnes í Kópavogi
  • Kera í Espoo, Finnlandi
  • Sege park í Malmö, Svíþjóð
  • Tans Tavsens Park/Korsgade í Kaupmannahöfn, Danmörku
  • Trygve Lies plass í Osló, Noregi
  •  Svæði í Runavik, Færeyjum

Frestur til að skila tillögum fyrir þessi svæði er til 17. desember 2015.

Sérstök dómnefnd hefur verið skipuð fyrir hvert svæðanna og velur hún allt að fjórar tillögur til þátttöku í seinna þrepi samkeppninnar. Þau teymi sem valin eru  til þátttöku í seinna þrepi samkeppninnar fá 300 þúsund norskar krónur hvert til að vinna tillögu sína áfram.


Norræn verðlaun, Nordic Cities Challenge Awards

Að loknum staðbundnu samkeppnunum sex mun norræn dómnefnd velja eina norræna vinningstillögu úr hópi þeirra tillagna sem valdar verða á hverjum stað. Verðlaunafé vegna norrænu verðlaunanna nemur 1,2 milljón norskum krónum.


Norrænt og þverfaglegt samstarf í hönnunarteymum

Nordic Built Cities verkefnið leggur sérstaka áherslu á nýsköpun, þverfaglegt samstarf og samstarf milli Norðurlandanna.

Til að efla þann þátt mun Nordic Built standa fyrir Nordic Matchmaking event í Stokkhólmi 5. nóvember næstkomandi, þar sem þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í samkeppninni gefst kostur á að komast í samband við mögulegt samstarfsfólk. Sjá nánar um viðburðinn á http://nordicbuiltcities.org/nordic-matchmaking-event/

Einnig mun NordicBuilt veita sérstaka styrki til þeirra hönnunarteyma sem hafa á að skipa fólki frá fleiri en einu Norðurlandanna og teymum með þátttöku nemenda, sprotafyrirtækja eða „social entrepreneur“. Sjá nánar um skilyrði fyrir styrkjunum á http://nordicbuiltcities.org/thechallenge/the-nordic-built-cities-challenge-awards/