Fréttir


27.5.2011

Þorlákshafnarlínur 2 og 3 í Sveitarfélaginu Ölfusi

Mat á umhverfisáhrifum - Álit Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b.  Stofnunin telur að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda verði sjónræns eðlis og áhrif á landslag. Það eigi einkum við um fyrirhugaða lagningu Þorlákshafnarlínu 3 frá tengivirki við Orustuhól á Hellisheiði öðru hvoru megin við Skálafell að Sandfelli.  Með lagningu línunnar væri verið  að raska stærstu landslagsheildunum á Hengils- og Hellisheiðarsvæðinu sem enn eru ósnortnar en með auknu raski á Hengilssvæðinu hefur verndargildi ósnortinna og lítt snortinna svæða þar farið vaxandi. Skipulagsstofnun telur því ótvírætt að lagning Þorlákshafnarlínu 3 muni hafa verulega neikvæð áhrif á landslag og muni rýra talsvert útivistargildi svæðisins í kringum Skálafell sem Sveitarfélagið Ölfus hefur skilgreint sem hverfisverndarsvæði vegna útivistar. Skipulagsstofnun telur að leggja eigi háspennulínur sem mest um þegar röskuð svæði eða í grennd við núverandi mannvirki eins og gert er ráð fyrir í tilfelli Þorlákshafnarlínu 2 eða að öðrum kosti eigi að stefna að því að leggja nýjar línur samsíða eins og áætlað er í tilfelli fyrirhugaðra lína frá Sandfelli að Þorlákshöfn.

 

 Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrsla Landsnets er einnig að finna hér