Fréttir


3.10.2012

Rannsókna-og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar - Úthlutun 2012

9 umsóknir bárust um styrki úr rannsókna- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar í ár. Úthlutunarnefnd sem skipuð er Stefáni Thors, Hafdísi Hafliðadóttur og Rut Kristinsdóttur hefur ákveðið að styrkja 5 verkefni um samtals 5 milljónir kr.

 

Verkefnin eru:

1.      Landsskipulagsstefna, mótun og þróun

Umsækjandi: Eva Dís Þórðardóttir

 

2.      Skilvirkni og aðgengileiki mats á umhverfisáhrifum

Umsækjandi: Þekkingarnet Þingeyinga, Óli Halldórsson o. fl.

 

3.      Skipulag húsnæðismála

Umsækjandi: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Háskólinn í Reykjavík

 

4.      Ásýnd bæja

Umsækjandi: Vist og Vera ehf., Kristín Þorleifsdóttir o. fl.

 

5.      Skilgreining á ræktanlegu landi

Umsækjandi: Áslaug Helgadóttir o. fl., Landbúnaðarháskóli Íslands