Fréttir


27.12.2013

Allt að 7.000 tonna fiskeldi Hraðfrystihússins Gunnvarar í kvíum í Ísafjarðardjúpi - endurákvörðun

Mat á umhverfisáhrifum - ákvörðun um matsskyldu

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að starfsemin skuli háð mati á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.

Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.  Hana er einnig hægt að skoða hér.

Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til  31. janúar 2014.

Skipulagsstofnun vekur athygli á því að um er að ræða endurákvörðun á máli að undangengnum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.