Fréttir


  • Graf á tölvuskjá

1.6.2023

Ný þjónustusíða fyrir umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur tekið í notkun þjónustusíður þar sem framkvæmdaraðilar og ráðgjafar þeirra geta skilað inn matsskyldufyrirspurnum, matsáætlunum og umhverfismatsskýrslum sem og öðrum gögnum sem tengjast málsmeðferð framkvæmda á grundvelli laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þá er gert ráð fyrir að samskipti framkvæmdaraðila og Skipulagsstofnunar fari fram í gegnum þjónustusíðurnar.

Þjónustusíður Skipulagsstofnunar eru aðgengilegar í gegnum tengil  efst til hægri á vef stofnunarinnar. Á síðunni geta notendur sent inn gögn, fylgst með stöðu sinna mála og séð öll gögn sem tengjast þeirra málum á einum stað. Notendur þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Frá og með 1. júní kynnir Skipulagsstofnun umhverfismatsmál í Skipulagsgátt. Umsagnir sem berast í Skipulagsgátt munu einnig birtast á þjónustusíðum og munu framkvæmdaraðilar svara umsögnum í gegnum þjónustusíður.

Gera má ráð fyrir að fleiri þjónustuleiðir verði í boði á þjónustusíðum Skipulagsstofnunar í framtíðinni.