Fréttir


  • Miðbær Hafnarfjarðar

25.4.2016

Skipulagsdagurinn 15. september 2016

Gæði byggðar og umhverfis

Skipulagsstofnun stendur árlega fyrir Skipulagsdeginum í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Í ár verður skipulagsdagurinn haldinn 15. september á Grand Hótel í Reykjavík.

Að þessu sinni verður áhersla Skipulagsdagsins á  gæði byggðar og umhverfis. Horft verður til þess hvernig beita má skipulagi til að tryggja gæði í byggðu umhverfi almennt og sérstaklega við uppbyggingu ferðamannastaða. Á dagskrá verða fjölbreytt erindi og kynningar, innlendra og erlendra aðila.

Ráðstefnan er ætluð öllum sem koma að gerð skipulags – sveitarstjórnarmönnum, skipulagsfulltrúum sveitarfélaga, skipulagsráðgjöfum og hönnuðum.

Nánari upplýsingar um dagskrá verða kynntar í júní. 

Takið daginn frá.