Fréttir


  • Skipulagsdagurinn_A

16.11.2022

Skipulagsdagurinn - Beint streymi

Beint streymi frá Grand Hótel

Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Hér má nálgast beint streymi af viðburðinum, sem hefst kl. 9, fimmtudaginn 17. nóvember. 

Í ár verður sjónum beint að nokkrum af helstu viðfangsefnum og áskorunum okkar tíma í skipulagsmálum og landnotkun: stafrænni vegferð, fæðuöryggi, skipulagi bæjarrýmis og orkuskiptum. Fjölbreyttur hópur sérfræðinga og hagsmunaaðila frá ríki, sveitarfélögum og úr atvinnulífinu taka til máls og má búast við áhugaverðum framsögum og frjóum umræðum. 

Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi bæjarstjóri. 

 Fjarfundargestir geta tekið þátt í pallborðsumræðum með því að koma sínum spurningum á framfæri í gegnum snjallforritið Sli.Do, en númer viðburðarins er: #1413328


https://www.youtube.com/watch?v=CsOS99sv0YA


Skipulagsdagurinn_3x20_15nov_2022