Fréttir


7.10.2022

Skipulagsdagurinn verður 17. nóvember

Skipulagsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, verður haldinn 17. nóvember næstkomandi. Að þessu sinni fer málþingið fram í Háteigi hjá Grand hóteli við Sigtún 28 í Reykjavík og stendur frá kl. 9 til 16:30.

Yfirskrift Skipulagsdagsins er gæði, skilvirkni og upplýsingar í tengslum við helstu áskoranir líðandi stundar. Við tökum stöðuna á stafrænni þróun á sviði skipulagsmála og ávinnings stafrænnar skipulagsgerðar og stjórnsýslu til betri miðlunar upplýsinga, aukinnar yfirsýnar, gæða og skilvirkni. Sjónum verður einnig beint að skipulagi bæjarrýma fyrir mannlíf með mismunandi þarfir og væntingar og áskorunum er lúta að skipulagi utan þéttbýlisins.

Við hvetjum jafnt fagfólk sem áhugafólk um skipulagsmál til að taka daginn frá. Dagskrá og frekari upplýsingar um skráningu verða birtar þegar nær dregur.