Fréttir


  • Afgreiðsla Skipulagsstofnunar Borgartúni 7b

26.3.2021

Skipulagsstofnun auglýsir eftir tveimur sérfræðingum

Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða metnaðarfulla sérfræðinga í 100% starf. Annars vegar er leitað að sérfræðingi í skipulagsgerð og staðarmótun og hins vegar sérfræðingi í landupplýsingum.

Sérfræðingur í skipulagsgerð og staðarmótun

Helstu verkefni

  • Ráðgjöf og leiðbeiningar um skipulagsgerð sveitarfélaga, sérstaklega varðandi gerð og afgreiðslu deiliskipulags.
  • Ýmis verkefni við stefnumótun, leiðbeiningar og miðlun um skipulagsmál, sérstaklega tengt gerð deiliskipulags og staðarmótun.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistarapróf sem nýtist í starfi, svo sem á sviði borgarhönnunar, arkitektúrs, landslagsarkitektúrs eða skipulagsfræði.
  • Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi, svo sem af skipulagsgerð og staðarmótun.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu.
  • Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum.
  • Frumkvæði, skapandi hugsun og metnaður til að ná árangri.
  • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
  • Góð enskukunnátta.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt viðfangsefni og getu til að leysa verkefni bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Um 100% starf er að ræða og æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir frá ráðningu.

Sérfræðingur í landupplýsingum

Helstu verkefni

  • Þróun og rekstur landfræðilegra gagnasafna og vefsjáa Skipulagsstofnunar.
  • Þróun á stafrænu skipulagi.
  • Gerð uppdrátta og vinnsla landfræðilegra upplýsinga vegna ýmissa verkefna stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistarapróf sem nýtist í starfi.
  • Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi, svo sem af kortagerð og uppbyggingu landfræðilegra gagnagrunna.
  • Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum.
  • Frumkvæði, skapandi hugsun og metnaður til að ná árangri.
  • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt viðfangsefni og getu til að leysa verkefni bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Um 100% starf er að ræða og æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir frá ráðningu.

 

Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 7. apríl 2021.

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarform má nálgast á vef Vinnvinn: Sérfræðingur í landupplýsingum ┃ Sérfræðingur í skipulagsgerð og staðarmótun

Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.


Ljósmynd á vef: Nanne Springer fyrir Glámu-Kím.