14.9.2017

Staðfest breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, Elliðaárdalur, hjólastígur

Skipulagsstofnun staðfesti þann 14. september 2017 breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem samþykkt var  í borgarráði 17. ágúst 2017.

Í breytingunni felst að reiðstígur er aflagður milli Sprengisands við Bústaðaveg og stíflu í Elliðaárdal og nýr hjólastígur kemur í legu reiðstígsins sunnan áa. Breytingin tekur til þéttbýlisuppdráttar og myndar 2 í kaflanum Vistvænar samgöngur á bls. 143 í greinargerð aðalskipulagsins.

Málsmeðferð  var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar eftir að breytingin hefur öðlast gildi.