17.7.2017

Staðfest breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga

Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi

Skipulagsstofnun staðfesti þann 17. júlí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. júní 2017.

Í breytingunni felst að 0,15 ha svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ-1) norðan Vogavegar sem ætlað var fyrir eldneytisstöð verður skilgreint sem iðnaðarsvæði. Eftir breytingu stækkar iðnaðarvæði (I-1) sem því nemur. Jafnframt fellur niður vegtengin af Vogavegi inn á svæðið.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Auglýsing um staðfestinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast gildi.

Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.