Fréttir


20.9.2016

Staðfesting á aðalskipulagi Kjósarhrepps, Möðruvellir

Skipulagsstofnun staðfesti þann 11. ágúst 2016 breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn 2. júlí 2016.

Um er að ræða breytingar vegna hitaveituframkvæmda: Annars vegar er 0,5 ha af frístundasvæðinu (F15c) breytt í athafnasvæði (A2) og hins vegar er landbúnaðarsvæði breytt í 0,4 ha athafnasvæði (A3). Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í   Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.