Fréttir


14.11.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna Sementsreits

Skipulagsstofnun staðfesti þann 10. nóvember 2017 breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness 12. september 2017.

Breytingin nær til iðnaðarsvæðis Sementsverksmiðjunnar og hluta hafnarsvæðis. Landnotkun á framangreindum svæðum breytist þannig að núgildandi íbúðarsvæði Íb-14 stækkar og til verða tvö ný miðsvæði M-5 og M-6. Á svæðinu verður heimil blöndun íbúðarbyggðar og atvinnustarfsemi.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.