• Holtahverfi

9.4.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna íbúðarbyggða ÍB17 og ÍB18 í Holtahverfi

Skipulagsstofnun staðfesti 6. apríl 2021 breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. febrúar 2021.

Í breytingunni felst endurskoðun á skipulagsákvæðum fyrir íbúðarbyggðir ÍB17 og ÍB18 í Holtahverfi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Á ÍB17 verður heimiluð uppbygging allt að tveggja hæða fjölbýlishúsa í stað fimm einbýlishúsa syðst á svæðinu. Á ÍB18 verður heimiluð uppbygging 200 – 400 íbúða í blandaðri byggð einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsa.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.