• Glerárgil

6.2.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna reið- og göngubrúar í Glerárgili

Skipulagsstofnun staðfesti, 5. febrúar 2020, breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. janúar 2020.

Breytingin felst í að nýta fyrirhugaða lagnabrú Landsnets yfir Glerárgil sem reið- og göngubrú. Einnig er afmörkuð útivistarleið samhliða reiðleið yfir núverandi brú sem er um 300 metrum neðar í Glérárgili.

Málsmeðferð var óveruleg breyting samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.