Fréttir


  • Húnabær

16.8.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar vegna athafnasvæðis við Húnabæ

Skipulagsstofnun staðfesti þann 15. ágúst 2018 breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, sem samþykkt var í sveitarstjórn 13. júlí 2018.

Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt 0,66 ha athafnasvæði (A4) fyrir 2 lóðir við Húnabæ í stað íbúðarsvæðis og óbyggðs svæðis. Samanlagt grunnflatarmál bygginga á svæðinu skal ekki fara yfir 400 m² og grunnflötur hverrar byggingar skal ekki fara yfir 200 m².

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. 

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórartíðinda.