Fréttir


28.10.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna íbúðarbyggðar í landi Litlu-Tunguskógar, Húsafelli

Skipulagsstofnun staðfesti, 27. október 2022, breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 12. október 2022.

Í breytingunni felst að 30 ha hluti frístundasvæðis F128 verður skilgreindur sem íbúðarbyggð Í13. Frístundasvæðið minnkar sem því nemur og verður 68 ha eftir breytingu.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.