12.5.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna miðsvæðis í Borgarnesi

Skipulagsstofnun staðfesti þann 12. maí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 7. apríl 2017.

Með breytingunni er núverandi miðsvæði M skipt í tvö svæði. M1 verður 5,3 ha og nýtingarhlutfall óbreytt. Miðsvæði M3 verður 0,7 ha að stærð og tekur til lóða númer 55, 57 og 59 við Borgarbraut.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýsing um staðfestinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast gildi.

Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.