Fréttir


16.9.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna frístundabyggðar og verslunar- og þjónustu í Ljárskógum

Skipulagsstofnun staðfesti 12. september 2024 breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 8. febrúar 2024.

Í breytingunni felst að frístundarbyggð F-23 er færð að sjávarsíðunni við Hvammsfjörð í landi Ljárskóga með heimildum fyrir 23 frístundahús á 20 lóðum á 18,2 ha, með nýtingarhlutfall 0,03. Einnig eru skilgreind tvö ný verslunar- og þjónustusvæði, VÞ-18 fyrir 12 útleiguhús á 4,2 ha og VÞ-19 fyrir 12 útleiguhús á 5,6 ha. Landbúnaðarsvæði (L) breytist til samræmis.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.