Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna iðnaðarsvæðis á Hauganesi
Skipulagsstofnun staðfesti 14. ágúst 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. apríl 2024.
Í breytingunni felst skilgreining á um 0,5 ha iðnaðarsvæði 757-I á Hauganesi vegna áforma um borun eftir jarðsjó fyrir nálæga starfsemi. Hámarksbyggingarmagn er allt að 50 m2. Landnotkunarauðkenni á iðnaðarsvæði D er einnig breytt í 756-I.
Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.