• ASK FJallabyggð íbúðabyggð á Siglufirði

19.4.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna íbúðarsvæðis á Siglufirði

Skipulagsstofnun staðfesti 21. mars 2016 breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. nóvember 2015.

Iðnaðarsvæðinu S13 við Háveg verður breytt í íbúðarsvæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar