Fréttir


  • Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar

18.3.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna Leirutanga

Skipulagsstofnun staðfesti þann 1. mars 2016 breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. febrúar 2016.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir tjaldsvæði (Ú8) í stað íbúðarsvæðis og að hluta athafnasvæðis er breytt í verslunar- og þjónustusvæði og óbyggt svæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.