• Vífilsstaðaland

17.3.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna rammahluta fyrir Vífilsstaðaland

Skipulagsstofnun staðfesti, 17. mars 2021, breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016 - 2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. febrúar 2021.

Rammahluti aðalskipulags fyrir Vífilsstaðaland nær yfir þróunarsvæði B í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Með rammahlutanum eru mörkuð nánari, og að hluta breytt, stefna um landnotkun, samgöngur, gæði byggðar og almenningsrýma auk fleiri þátta.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.