Fréttir


23.5.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar vegna skipulagsákvæða fyrir Fellabrekku 7-13

Skipulagsstofnun staðfesti, 23. maí 2024, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. apríl 2024.

Í breytingunni felst að heimila tvö tveggja hæða fjölbýli með samtals átta íbúðum að Fellabrekku 7-13 innan íbúðarbyggðar ÍB3 á Grundarfirði í stað 3ja íbúða húss, parhúss eða einbýlis að Fellabrekku 7-9.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.