Fréttir


19.4.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna breytingar á vatnsverndarmörkum

Skipulagsstofnun staðfesti þann 23. mars 2017 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, sem samþykkt var í sveitarstjórn 15. febrúar 2017.

Í breytingunni felst að  afmörkun verndarsvæða vatnsbóla innan marka Hafnarfjarðarbæjar er samræmd afmörkun vatnsverndar í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, hvað varðar verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga

Aðalskipulagsbreytingin hefur þegar öðlast gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Hægt er hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.