Fréttir


  • Smyrlahraun, Hafnarfirði

25.3.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar vegna Smyrlahrauns 41a

Skipulagsstofnun staðfesti, 25. mars 2022, breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. mars 2022.

Í breytingunni felst að hluta svæðis fyrir samfélagsþjónustu (S9), þar sem áður var rekinn leikskóli að Smyrlahrauni 41a, er breytt í íbúðarbyggð sem fellur innan íbúðarbyggðar ÍB4. Á svæðinu er áformaður búsetukjarni.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.