Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar vegna miðsvæðis Hafnar
Skipulagsstofnun staðfesti 20. ágúst 2024 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. júlí 2024.
Í breytingunni felst að miðsvæði M1 stækkar um 0,6 ha yfir athafnasvæði AT1 sem minnkar til samræmis. Byggingaheimildir eru rýmkaðar og heimilt að byggja fjögurra hæða byggingar á svæðinu. Legu stofnvegar er breytt og hann færist til vesturs.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.