Fréttir


21.8.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra vegna landnotkunar í Víðihlíð

Skipulagsstofnun staðfesti þann 20. ágúst 2018 breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026, sem samþykkt var í sveitarstjórn 26. apríl 2018.

Í breytingunni felst að landnotkunarreiturinn S-11, sem er 2 ha að stærð, er felldur út en reitur VÞ-19 fyrir verslun og þjónustu stækkar sem því nemur og verður alls 2,5 ha.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda