• ASK Hveragerði Tívolíreitur

18.3.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar, Tívolíreitur (A2A)

Skipulagsstofnun staðfesti þann 2. mars 2016 breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017 sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. febrúar 2016.

Í breytingunni felst að íbúðarbyggð Í14 (Tívolíreitur, Austurmörk-Sunnumörk) er felld niður en svæðið þess í stað skilgreint sem miðsvæði (A2A). Byggingarmagn er minnkað og hámarkshæð húsa lækkar. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.