17.3.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna miðsvæðis M4

Skipulagsstofnun staðfesti þann 16. mars 2017 breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, sem samþykkt var í sveitarstjórn 16. febrúar 2017.

Breytingin felst í því að miðsvæði M4 verður stækkað en hafnarsvæði minnkað. Landnotkun verður breytt á hluta þriggja lóða við Sindragötu.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.