Fréttir


  • Skilgreind svæði fyrir frístundabyggð

22.1.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps, Flekkudalur

Skipulagsstofnun staðfesti þann 16. desember 2015 breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn 20. ágúst 2015. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði í landi Flekkudals er breytt í tvö aðskilin frístundabyggðarsvæði, F4b fyrir allt að 5 lóðir og F4c fyrir allt að 15 lóðir. 
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.