Fréttir


28.3.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Kópavogs vegna Fossvogsbrúar

Skipulagsstofnun staðfesti 28. mars 2018  breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. febrúar 2018.

Breytingin gerir ráð fyrir að á göngu- og hjólabrú yfir Fossvog verði einnig heimilaður akstur almenningsvagna til samræmis við skipulagsákvæði um sömu brú í aðalskipulagi Reykjavíkur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.