Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna stækkunar íbúðarsvæðis við Reykjahvol og færslu reiðleiðar
Skipulagsstofnun staðfesti þann 31. mars 2017 breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem samþykkt var í sveitarstjórn Mosfellsbæjar 22. febrúar 2017.
Í breytingunni felst að íbúðarreitur í landi Reykjahvols er stækkaður um 0,2 ha til suðausturs. Reiðleið sem er suðaustan hverfisins verður færð fjær hverfinu.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsing um staðfestinguna hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda og hefur breytingin öðlast gildi.
Hægt er að skoða aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.