Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra vegna verslunar og þjónustu í landi Brúna I
Skipulagsstofnun staðfesti, 6. maí 2024, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 21. mars 2024.
Í breytingunni felst hækkun hámarksbyggingarmagns úr 340 m2 í 700 m2 á svæði fyrir verslun og þjónustu VÞ17. Á svæðinu er gert ráð fyrir miðstöð fyrir ferðamenn auk bílastæða, leik- og útisvæðis.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.