• Hluti af uppdrætti

15.2.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra, Merkurhraun, efnistaka

Skipulagsstofnun staðfesti þann 25. janúar 2016 breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra sem samþykkt var í sveitarstjórn 13. janúar 2016.

Í breytingunni felst að nýtt efnistökusvæði er skilgreint í Merkurhrauni, í landi Galtalækjar 2, þar sem fyrir hugað er að vinna allt að 45.000 m3 efnis til vegagerðar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Hægt er nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.