Fréttir


  • Frístundabyggð, Rangárþingi ytra

23.3.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna skilmála frístundabyggðar

Skipulagsstofnun staðfesti 22. mars 2022 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. febrúar 2022.

Um er að ræða breytingu á orðalagi í greinargerð þar sem í stað ákvæðis um að nýir áfangar verði ekki skipulagðir fyrr en minnst 2/3 hlutar frístundalóða hafi verið byggðar kemur ákvæði um að minnst 2/3 hlutar frístundalóða hafi verið ráðstafað (leigt/selt).

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.