Fréttir


  • Leynir

22.12.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra, verslun og þjónusta í landi Leynis 2 og Leynis 3

Skipulagsstofnun staðfesti, 21. desember 2020, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016 – 2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 12. nóvember 2020.

Í breytingartillögunni felst að í landi Leynis 2 og Leynis 3, sunnan þjóðvegar, er bætt við nýju svæði fyrir verslun og þjónustu, VÞ33, um 15 ha að stærð. Þá er afmarkað svæði fyrir nýtt vatnsból norðan vegarins, VB30.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.