Fréttir


  • ASK Reykjavík kirkjugarður í Úlfarsfelli

14.9.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, kirkjugarður við Úlfarsfell

Skipulagsstofnun staðfesti þann 17. ágúst 2016 breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var í borgarstjórn 23. júní 2016.

Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýjum kirkjugarði á opnu svæði undir Úlfarsfelli. Fallið er frá kirkjugarði í Geldinganesi. Í umfjöllun um efnislosun er bætt við E10 Úlfarsfell fyrir tímabundna losun ómengaðs jarðvegs. Háspennulínu sem liggur um svæðið, KO 1 Korpulína, er hliðrað út fyrir svæðið og línan færð í jörð.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.