8.1.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna markmiða um göngugötur

Skipulagsstofnun staðfesti 7. janúar 2019 breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem samþykkt var í borgarráði 20. september 2018.

Um er að ræða breytingu á markmiðum og ákvæðum um göngugötur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.