• Nýi Skerjafjörðurinn

23.4.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Nýja Skerjafjarðar, landnotkun og landfylling

Skipulagsstofnun staðfesti, 23. apríl 2021, breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 sem samþykkt var í borgarstjórn 2. mars 2021.

Í breytingunni felst nánari útfærsla byggðar, landnotkunar og samgangna við Skerjafjörð. Landfylling verður minni og með annarri afmörkun en áður var gert ráð fyrir og íbúðum fjölgar úr 800 í 1300 á reit 16.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.