• Breyting á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar

5.4.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar vegna landnotkunarbreytinga

Skipulagsstofnun staðfesti þann 29. janúar 2016 breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024, sem samþykkt var í sveitarstjórn Sandgerðisbæjar 1. desember 2015.

Breytingin felur í sér að skilgreint er iðnaðarsvæði fyrir skólphreinsistöð við Djúpuvík og frístundabyggð í landi Bala við Stafnes. 

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.