Fréttir


  • Stafdalur

4.1.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna efnistökusvæðis í Stafdal, Múlaþingi

Skipulagsstofnun staðfesti 4. janúar 2022 breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 13. október 2021.

Í breytingunni felst að efnistökusvæði í Stafdal í Seyðisfirði er skilgreint. Fyrirhugað er að nýta allt að 45.000 m³ af efni af svæðinu sem nær yfir 9.000 m². Efnið verður m.a. notað í sjóvarnargarð við Seyðisfjörð og önnur verkefni innan sveitarfélagsins.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.