Fréttir


27.6.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, landbúnaðarsvæði sunnan Árness

Skipulagsstofnun staðfesti þann 22. júní 2017 breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016, sem samþykkt var í sveitarstjórn 3. maí 2017.

Í breytingunni felst breytt afmörkun þéttbýlisins í Árnesi þannig að hluti athafnasvæðis A2 og opins svæðis til sérstakra nota O14 fellur burt og þess í stað er skilgreint 35 ha landbúnaðarsvæði sem fellur utan þéttbýlisins.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.