Fréttir


  • Melabúð 1

10.6.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna landnotkunar á Hellnum, Gíslabæ og Melabúð 1

Skipulagsstofnun staðfesti 9. júní 2022 breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. janúar 2022.

Í breytingunni felst að svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ-6) í landi Gíslabæjar á Hellnum er stækkað um 3 ha og tekur til svæðis beggja vegna Akravegar og íbúðarbyggð ÍB-2 minnkar að sama skapi. Gert er ráð fyrir hóteli og veitingaþjónustu austan vegarins og allt að 8 gestahúsum vestan hans. Þá er skilgreind 0,6 ha íbúðarbyggð (ÍB-2) í landi Melabúðar 1 á Hellnum í stað frístundabyggðar (F-8).

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.