Fréttir


  • Breytingartillaga

2.2.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar vegna landnotkunar í Vatnsási

Skipulagsstofnun staðfesti þann 3. janúar 2017 breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022, sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. nóvember 2016.

Breytingin nær til um 9,6 ha svæðis í Vatnsási austan Stykkishólmsvegar þar sem landnotkun breytist úr opnu svæði til sérstakra nota í íbúðarsvæði, fyrir allt að 75 íbúðir. Auk þess stækkar verslunar- og þjónustusvæðið sem þar er og verður þar m.a. heimil gistiþjónusta.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.