Fréttir


  • Geitanes

10.6.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar vegna hreinsistöðvar við Geitanes

Skipulagsstofnun staðfesti 9. júní 2022 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. febrúar 2022.

Í breytingunni felst að afmörkun iðnaðarsvæðis S30 við Geitnes er breytt og það fært til vesturs yfir opið svæði Ú2. Skipulagsákvæði eru þau sömu og áður og stærð svæðisins er óbreytt.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.